Verkefnið
Í þessu verkefni átt þú að hanna þitt eigð dýr, teikna það upp, búa til kynningu á því og kynna fyrir samnemendum. Þú átt að setja þig í spor þess vísindamanns sem fann dýrið og stendur frammi fyrir því að kynna þetta nýja og spennandi dýr fyrir vísindasamfélaginu og almenningi.
Framkvæmdin
Nú reynir á ímyndunaraflið en það eru samt ákveðnir hlutir sem yfirleitt alltaf eru til staðar þegar fjallað er um ákveðnar dýrategundir.
Hvernig er umhverfið sem dýrið lifir í?
Hvaða flokki dýra tilheyrir dýrið?
Hvernig tekur dýrið inn fæðu og meltir hana?
Hvernig hreyfir dýrið sig?
Hvernig fjölgar dýrið sér og hverngi ver það sig fyrir hættum?
Hvert er latneskt heiti dýrsins?
Hvert er heiti þess á íslensku?
Þú getur notast bæði við teiknforrit í spjaldtölvu eða blað til að teikna upp dýrið þitt. Svo til að setja saman upplýsingarnar og myndirnar þarftu glærugerðarforrit.