Verkefnið
Hvað viltu kenna? Í þessu verkefni átt þú að búa til myndband með leiðbeiningum um hvernig á að búa til einhvern hlut. Þetta getur verið hvaða hlutur sem er. Til að leiðbeiningarnar verði sem skýrastar þarftu að leggjaáherslu á myndræna framsetningu ásamt tali.
Framkvæmdin
Myndræna framsetningin getur verið bæði í formi ljósmynda eða teikninga. Þú þarft sennilega að gera einhverjar ráðstafanir til að draga athygli þess sem á að fara eftir leiðbeiningunum að því sem skiptir mestu máli t.d. með því að nota bendla eða pílur eða með því að draga út hluti og stækka þá.
Tæknin
Þú getur notað glærugerðarforrit. Í sumum glæruforritum er hægt að taka hljóðið upp inn á glærurnar og flytja þær út sem myndband. Það er einnig hægt að flytja glærurnar út sem myndband og nota svo klippiforrit eins og iMovie í eftirvinnslu t.d. til að setja inn hljóð og hljóðeffekta. Svo er það möguleiki sem er sérstaklega hentugur ef hann er til staðar en það er að taka upp skjáinn á tækinu.