Skip to content

Verkefnið
Hvernig yrði lagið við textan Gaggó Vest ef það yrði samið í dag? Í þessu verkefni átt þú að spreyta þig á því að búa til nýtt lag við textann Gaggó Vest.

Framkvæmdin
Þú skalt byrja á því að leggja niður takt eða búa til undirspil sem þér finnst passa við textann. Þú skalt huga vel að stemmningunni t.d. með því að huga vel að hraðanum á taktinum. Það getur líka verið sniðugt að velta fyrir sér hvaða tónlistarstefnu þér finnst að lagið eigi að tilheyra og vinna út frá því.

Tæknin
Það er til mikið af forritum og öppum fyrir snjalltæki til að búa til takt eða undirspil. Dæmi um öpp sem hægt er að nota eru GarageBand sem er fullbúið upptökuforrit og Figure sem miðar meira að því að búa til undirspil. Þegar kemur að því að taka upp söng, rapp eða jafnvel yfirlestur textans við undirspilið er nauðsynlegt að hafa heyrnartól við höndina.