Skip to content

Saga sem veggspjald
Í þessu verkefni áttu að teikna söguna sem þú varst að lesa sem hugmyndarissu.

Framkvæmdin
Þú skalt huga vel að líkingamáli og litum í sögunni því þar finnur þú hluti sem þú getur teiknað upp. Notaðu táknmyndir sem tengjast efni sögunnar og sögupersónum. Það eru margar mismunandi gerðir af vegvísum til að leiða fólk áfram. Letur og rammar eru einnig góð leið til þess að draga athygli að ákveðnum atriðum.

Tæknin
Þetta verkefni er hægt að vinna á blað en líka með því að nýta teikniforrit í spjaldtölvu.