Verkefnið
Í þessu verkefni átt þú að hanna app og búa til frumgerð af því í glæruforriti eins og Keynote.
Framkvæmdin
Til að byrja með þarf að fá hugmynd og það eru margar mismundandi útfærslur af hugstormun sem geta hjálpað til við það. Það getur verið gott að vinna hugmyndavinnuna í hópum þar sem hópurinn leggur sig fram við að fá sem flestar hugmyndir sem fólk getur svo valið úr. Annað mikilvægt skref er að leggja sig fram við að kynnast mögulegum notanda appsins og setja sig í spor hans. Hugsaðu þér að appið gæti einfaldað fólki lífið á einhvern hátt. Það væri ekki verra ef það hjálpar fólki að lifa lífinu á þann hátt að það hafi góð áhrif á umhverfi þess.
Tæknin
Til að búa til virka frumgerð af appi er hægt að nota glæruforrit eins og Keynote. Það má svo taka upp skjákynningu með yfirlestri sem sýnir hvernig appið virkar.