Skip to content

Verkefnið
Nú er verkefnið þitt að rýna í þína eigin fjölskyldu og teikna hana upp í ættartré. Pældu aðeins í því fólki sem er í ættartrénu þínu, hvaða áhugamál það hefur og hvað það starfar. Skráðu þau orð á ættartréð sem notuð eru til að lýsa tengslunum milli fólks í ættartrénu.

Framkvæmdin
Það eru margar mismunandi gerðir af vegvísum til að leiða fólk áfram gegnum ættartréð. Letur og rammar eru einnig góð leið til þess að draga athygli að ákveðnum atriðum.

Tæknin
Þetta verkefni er hægt að vinna á blað en líka með því að nýta teikniforrit í spjaldtölvu.