Skip to content

Verkefnið
Í þessu verkefni átt þú búa til talglærur þar sem þú útskýrir þau skref sem þarf að taka í átt að bílprófi.

Framkvæmdin
Það er miklvægt að þú hugir vel að því að myndefnið sem þú notar styðji vel við það sem þú ert að segja. Passaðu upp á að hafa glærurnar sem einfaldastar með myndum, stökum orðum eða stuttum setningum. Þannig styðja þær við það sem sagt er í yfirlestrinum og draga fram aðalatriðin en innihalda ekki allan textan sem fluttur er. Það gæti einnig verið áhugavert að útfæra þetta verkefni sem tímalínu.

Tæknin
Hér skaltu nota glærugerðarforrit. Þú getur svo flutt glærurnar út sem myndband eða tekið upp skjáinn meðan þú ferð í gegnum glærurnar.

Talsetning getur farið fram um leið og skjáupptakan eða í eftirvinnslu í klippiforriti.