Skip to content

Verkefnið
Í þessu verkefni átt þú að búa til þinn eigin hlaðvarpsþátt. Þátturinn á að tengjast tónlist á einn eða annan hátt. Það gæti verið sniðugt að vinna þetta verkefni í samvinnu og byggja þáttinn upp á samtali. Þeir sem vinna saman geta þá tekið að sér mismunandi hlutverk t.d. hlutverk þáttástjórnanda, sérfræðinga eða gesta sem fengnir eru í þáttinn.

Hvað er hlaðvarp?
Hlaðvarp eða Podcast eins og það kallast á alþjóðlegum vettvangi er einskonar heimatilbúinn útvarpsþáttur sem dreift er til hlustenda á Netinu.

Efnistök geta verið fjölbreytt: Tónlistarstefna, tónlistarmanneskja, hljómsveit, hljómplata, lag eða tæki og tól til tónlistarsköpunar.

Útlit
Sem viðbót við þetta verkefni gætir þú gefið þættinum þínum nafn og hannað fyrir hann vörumerki sem hægt er að nýta við markaðsetningu.

Tæknin
Til að taka upp hlaðvarpsþátt þá þarftu að taka upp hljóð. Til að taka upp hljóð þarftu hugbúnað eða app til hjóðupptöku og hljóðnema.

Í flestum snjalltækjum og tölvum er innbyggður hljóðnemi sem hægt er að nýta. Í mörgum tölvum og snjalltækjum er líka hugbúnaður til staðar sem hægt er að nýta.

Til að auka gæði hljóðupptöku er mikilvægt að huga vel að umhverfinu og reyna sem mest að útiloka umhverfishljóð.

Ef það er möguleiki að tengja góðan hljóðnema við tölvuna eða snjalltækið þá getur það hjálpað til.