Skip to content

Verkefnið
Andstæðan við einræðu er samtal. Í þessu verkefni áttu að búa til samtal sem inniheldur mikið af gagnslausum upplýsingum. Það er því mikilvægt að þú vinnir þetta verkefni í samvinnu. Þú getur nýtt þér þær upplýsingar sem koma fram í textanum í bókinni og bætt við þær eða fundið nýjar upplýsingar. Þú þarft að ákveða aðstæður þar sem samtalið fer fram. Það geta verið formlegar aðstæður eins og í sjónvarps- eða útvarpsþætti yfir í mjög óformlegar og hversdagslegar aðstæður eins og á biðstofu eða í röð við afgreiðslukassa og allt þar á milli.

Framkvæmdin
Þú skalt taka samtalið upp annaðhvort sem hljóð eða myndband. Ef þú tekur það upp sem hljóð þá getur það t.d. tekið á sig form hlaðvarps eða útvarpsleikrits en ef þú velur að fara þá leið að gera myndband gæti það orðið meira eins og skets úr skemmtiþætti eða brot úr viðtalsþætti.

Tæknin
Í þessu verkefni skiptir hljóðupptakan miklu máli þannig að þú skalt vanda til verka á því sviði.