Skip to content

Verkefnið
Hvað er að gerast í þínu nærumhverfi? Í þessu verkefni áttu að gera þitt eigið innslag fyrir Landann. Það er best að vinna þetta verkefni í litlum hópi 2-3 saman. Í undirbúningnum er gott leita eftir áhugaverðum sögum í nærumhverfinu, opna augun fyrir því óvenjulega, óvenjulegum verkum sem fólk er að vinna og áhugamálum sem fólk er að stunda af ástríðu.

Framkvæmdin
Þegar farið er af stað í upptökur er gott að hafa skipt með sér verkum. Það er t.d. mikilvægt að einhver eða einhverjir hafi tekið að sér hlutverk þáttastjórnandans sem leiðir áhorfendur og talar til þeirra t.d. í byrjun og lok innslagsins.

Tæknin
Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að kvikmyndatöku. Er myndavélin stöðug, er gott jafnvægi í myndrammanum, er lýsingin góð, þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að hljóðupptakan sé góð.

Önnur útfærsla
Það er ekki víst að það gangi upp að fá raunverulega viðmælendur í og þá má vel vera að innslagið sé skáldað og leikið.

Til að pakka efninu inn á sem faglegastan hátt þá gætir þú búið til nafn á þáttinn og einhverskonar vörumerki.