Skip to content

Verkefnið
Þú hefur fengið það verkefni að gera stutt og hitmiðað kynningarmyndband fyrir unglinga sem hafa hugsað sér að taka bílpróf. Það gæti verið sniðugt fyrir þig að vinna þetta verkefni í teymi.

Framkvæmdin
Það er mikilvægt að einhver eða einhverjir hafi tekið að sér hlutverk kennarans eða þáttastjórnanda sem leiðir áhorfendur og talar til þeirra í myndbandinu.

Tæknin
Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að kvikmyndatöku. Er myndavélin stöðug, er gott jafnvægi í myndrammanum, er lýsingin góð, þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að hljóðupptakan sé góð.

Frásagnarstíll
Er eitthvað í efni myndbandsins sem væri gott að sýna með teikningu eða á glærum. Mundu að það er hægt að klippa saman myndefni sem búið er til á mjög fjölbreyttan hátt í klippiforritum. Þannig getur þú notað glærugerðarforrit eins og Keynote til að gera hreyfimynd sem þú getur klippt inn á milli venjulegra myndskeiða.