Skip to content

Verkefnið
Þú hefur fengið það verkefni að búa til myndband sem útskýrir peninga og hvernig best er að fara með þá. Það gæti verið sniðugt fyrir þig að vinna þetta verkefni í teymi með öðrum samnemendum. Upplýsingarnar færðu úr kaflanum Hvað eru peningar? í bókinni Útbrot.

Framkvæmdin
Það er líklegt að eitthvað í efni myndbandsins sé best að sýna með teikningu, glærum eða myndrænni framsetningu á tölulegum gögnum. Það þýðir að þú þarft að búa til myndefni á fjölbreyttan hátt svo sem með glærum og skjáupptökum ásamt því að nota hefðbundna myndbandsupptöku.